Nýliðar Sindra í 1. deild karla hafa samið við bandaríkjamanninn Kenneth Fluellen um að leika með liðinu á komandi tímabili. Fluellen er 28 ára, 191 cm bakvörður sem hefur síðan hann spilaði fyrir Paine í bandaríska háskólaboltanum, leikið fyrir BG Karslruhe, Chemnitz 99ers og BG Eisbaeren í Þýskalandi.
Samkvæmt nýráðnum þjálfara liðsins, Mike Smith, þá verður Kenny góð viðbót við lið Sindra og vonar hann að reynsla hans á hugur muni verða liðinu til góðs. Segir hann Kenny góðan sóknarmann, sem spennandi verður að fylgjast með.