14:35
{mosimage}
(Jón Arnór gerði 14 stig og tók 2 fráköst í síðasta leik Benetton)
Jón Arnór Stefánsson og félagar í ítalska liðinu Benetton Treviso mæta La Fortezza Bologna í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum á Ítlíu í kvöld kl. 20:30 að staðartíma eða kl. 18:30 að íslenskum tíma. Staðan í einvíginu er 2-1 Benetton í vil eftir öruggan 91-73 sigur liðins á laugardag.
Fyrsta leiknum lauk í stöðunni 85-77 fyrir Benetton þar sem Jón Arnór var í byrjunarliðinu en lék aðeins í 5 mínútur í leiknum og komst ekki á blað. Í öðrum leiknum hafði Bologna betur 94-81 en þá var Jón ekki í byrjunarliðinu en lék í 24 mínútur og skoraði 11 stig. Í þriðja leiknum þar sem Benetton náði 2-1 forystu var Jón Arnór kominn á ný inn í byrjunarliðið og lék þá í 28 mínútur og gerði 14 stig og tók 2 fráköst.
Takist Benetton að vinna sigur í kvöld eru þeir komnir áfram í undanúrslit deildarinnar. Leikurinn fer fram á heimavelli Bologna. Takist heimamönnum að vinna verður oddaleikur á miðvikudag á heimavelli Benetton.