spot_img
HomeFréttirKeith Vassell orðinn þjálfari Brandon University

Keith Vassell orðinn þjálfari Brandon University

07:00

{mosimage}

Keith Vassell sem lék á sínum tíma með KR, Hamri, Fjölni og ÍR var á dögunum ráðinn þjálfari háskólaliðs Brandon University í Kanada sem hann útskrifaðist einmitt sjálfur frá. Brandon liðið lék mjög vel í vetur og sigraði í 20 af 22 leikjum sínum. Það er því verðugt verkefni sem Keith tekur sér fyrir hendur. Bærinn Brandon er ekki langt frá Winnipeg svo það má segja að Keith sé á Íslendingaslóðum.

Karfan.is heyrði kappanum og spurði fyrst hvar skólinn léki og hvernig fyrirkomulagið væri í Kanada.

Við spilum í Vestur-Kanada deildinni sem nær frá Bresku Kolumbíu sem liggur við Kyrrahafsströndina til Manitoba sem er í miðju Kanada, aðeins vestar en Ontario.

Hvað vonir bindur þú til liðsins næsta vetur?

Þetta verður erfitt tímabil. Breytningin hjá okkur er sú að 2 helstu leiðtogar liðsins á síðasta tímabili hafa yfirgefið okkur. Tíminn einn mun því leiða í ljós hvort einhver er tilbúinn til að stíga upp og taka að sér leiðtogahlutverkið.

Eru einhverjir íslenskir leikmenn á leiðinni?

Nei, en ef það eru einhverjir góðir leikmenn á Íslandi sem hafa áhuga á að koma þá er ég meira en tilbúinn til að kíkja á möguleikana. Allt sem þarf að gera er að hringja í mig í síma 001 204 571-8594 eða senda tölvupóst á [email protected] . Það er hægt að kíkja á heimasíðu skólans, www.brandonu.ca og skoða hvað er í boði.

Eitthvað að lokum til Íslendinga?

Ég sakna Íslands mjög mikið en Gimli er ekki langt frá mér og það minnir mig á Ísland. Ég vona að ég komi í heimsókn fljótlega.

Áfram KR, með allri virðingu fyrir ÍR, þykir mér vænt um þá líka.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -