spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar riðu ekki feitum hesti frá Svíþjóð

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti frá Svíþjóð

 Keflvíkingar héldu fyrir helgina til Uppsala í æfingamót þar sem þeir mættu heimamönnum ásamt, Sundvall og Nilan Bisons.  Keflvíkingar áttu í fullu tré í fyrsta leik gegn Sundsvall en töpuðu á endanum 63:71.  Þar voru Arnar Freyr, Craion og Guðmundur Jónsson allir með 13 stig. 
 Í næsta leik léku þeir gegn Uppsala þar sem þeir töpuðu stórt  110:73. Í þeim leik léku Magnús Þór og Arnar Freyr ekki með. Arnar hafði veikst í ferðinni og Magnús varð fyrir hnjaski í fyrsta leik.  Í leiknum meiddist svo Michael Craion fljótlega og spilaði lítið.  Darrel endaði þann leik með 21 stig og Gunnar Ólafsson með 17 stig. 
 
Í síðasta leiknum mættu Keflvíkingar með laskað lið gegn Nilan Bisons frá Finnlandi. Keflvíkingar voru í þessum leik án Magnúsar og Craion sem voru meiddir og Arnars Freyss sem var veikur.   Sá leikur tapaðist einnig stórt eða 101:67 þar sem að Valur Orri setti 15 stig og Gunnar Ólafsson var honum næstur með 14 stig. 
 
Samvkæmt heimildum Karfan.is þá eru meiðsli Michael Craions ekki alvarleg en hann slasaðist á ökkla og ætti hann að vera komin á stjá fljótlega en óvíst er um meiðsli Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem meiddist á únlið á skothendi. 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -