spot_img
HomeFréttirKeflavíkurstúlkur gífursterkar á heimavelli

Keflavíkurstúlkur gífursterkar á heimavelli

Keflvíkingar tóku á móti Grindavík í 6. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld. Fyrir leikinn var Keflavík á toppi deildarinnar ásamt Haukum og Snæfell, en öll höfðu liðin unnið fjóra leiki hvort en tapað einum. Grindavík var ásamt Val með þrjá sigurleiki og tvo tapleiki í 4.-5. sæti.
 

Leikurinn endaði með 106 gegn 57 stiga sigri heimastúlkna og eru Keflavík þá ennþá í efsta sæti deildarinnar, ásamt Haukum og Snæfell (sem unnu leiki sína einnig í kvöld), sem og, eru Grindavík ennþá jafnar Vali (sem töpuðu einnig sínum leik) að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar.

 

Viðureign kvöldsins var aldrei spennandi. Keflavíkurstúlkur voru bæði mun skipulagðari, sem og sýndu þær af sér allan þann vilja sem þær mögulega (að manni fannst) gætu hafa sýnt til þess að gera út um leikinn sem fyrst og með sem mestum mun strax í fyrsta leikhluta. 

 

Sérstaklega fór fyrir baráttu þeirra Marínar Davíðsdóttur og Söndru Þrastardóttur í þeim leikhlutanum, en að fordæmi þeirra virtist allt Keflavíkurliðið fylgja. Fyrsti leikhlutinn endaði 35-11 fyrir Keflavík og má segja að hann hafi sett tóninn fyrir restina af leiknum. 

 

Grindavík átti hreinlega engin svör, voru að láta hlutina fara í taugarnar á sér og heilt yfir, voru þær langt frá því að gefa þessari annars áhugaverðu viðureign nokkurt færi á að verða að keppni.

 

Nokkuð virtist muna um að stjörnuleikmaður Grindavíkur, Rachel Tecca, var fjarri góðu gamni í leik kvöldsins, en hún hefur að meðaltali verið að skila þeim 22 stigum, 14 fráköstum og 4 stolnum boltum á tímabilinu.

 

Hjá Keflavík var Carmen Tyson atkvæðamest með 29 stig og 18 fráköst. Á hæla hennar fylgdu þær Sara Rún Hinriksdóttir með 13 stig og 14 fráköst og Hallveig Jónsdóttir með 11 stig og 7 fráköst.

 

Hjá Grindavík var Petrúnella Skúladóttir með 14 stig og Ingibjörg Jakobsdóttir með 5 stig og 7 stoðsendingar.

 

Punktar:

  • Keflavík tóku 65 fráköst á móti 27 hjá Grindavík.
  • Af þeim voru 26 sóknarfráköst tekin af Keflavík á móti aðeins 9 hjá Grindavík.
  • Grindavík var 2/22 úr þriggja stiga skotum.
  • Allir leikmenn nema 1 úr hvoru liði komst á blað h/v stigaskorun.
 
 

Myndasafn

 

 

Umfjöllun og myndir/ Davíð Eldur

 

Pálína – Grindavík:

Marín – Keflavík:

Sigurður – Keflavík:

Fréttir
- Auglýsing -