spot_img
HomeFréttirKeflavík skellti Snæfell í Toyotahöllinni

Keflavík skellti Snæfell í Toyotahöllinni

23:25
{mosimage}

(Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir annar tveggja fyrirliða Keflavíkur í baráttunni gegn Snæfell í kvöld)

Íslandsmeistarar Keflavíkur tóku á móti nýliðum Snæfells í Poweradebikar kvenna í kvöld og höfðu öruggan 114-72 sigur og eru því komnar áfram í keppninni. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur í kvöld með 21 stig.

Eitthvað lítið fór fyrir varnarleiknum í Toyotahöllinni í kvöld en Snæfellingar telfdu fram sterkum leikmanni í Detru Ashley sem gerði 34 stig fyrir Snæfell en næst henni hjá gestunum kom Gunnhildur Gunnarsdóttir með 11 stig. Á eftir Pálínu í stigaskorinu hjá Keflavík kom hin bandaríska Tracy Walker með 19 stig.

Þess má geta að Bryndís Guðmundsdóttir er komin að nýju á ról með Keflavík en hún sleit krossbönd á síðustu leiktíð eftir aðeins fjóra deildarleiki þar sem hún var með 20 stig að meðaltali í leik.

Keflvíkingar eru því komnir áfram í Poweradebikarnum og mæta Haukum í undanúrslitum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KR og Grindavík.

[email protected]
Myndir: Snorri Örn Arnaldsson –  
http://www.flickr.com/photos/snorriorn

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -