spot_img
HomeFréttirKeflavík sigursælast af liðunum sem fara í Höllina

Keflavík sigursælast af liðunum sem fara í Höllina

Grindavík varð í gærkvöldi síðasta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í Subwaybikarúrslit karla með 91-78 sigri á ÍR en liðin mættust í Röstinni í Grindavík. Það verða því Snæfell og Grindavík sem berjast um bikarinn í karlaflokki en í kvennaflokki mætast Keflavík og Haukar. Bikarúrslitin fara fram laugardaginn 20. febrúar.
Bikartitlar liðanna sem leika í Höllinni 20. feb:
 
Karlar:
Grindavík: 4
Snæfell: 1
 
Snæfellingar eygja því von um að landa sínum öðrum bikarmeistaratitli en Grindvíkingar eru að falast eftir þeim fimmta í safnið. Grindavík varð síðast bikarmeistari árið 2006 en Snæfell varð í fyrsta og eina skiptið bikarmeistari árið 2008.
 
Konur:
Keflavík: 11
Haukar: 4
 
Í kvennaflokki eru liðin sem leika til úrslita með töluvert lengri bikarsögu sín á milli heldur en karlaliðin Grindavík og Snæfell. Keflavík hefur unnið bikarinn flest allra kvennaliða eða 11 sinnum og síðast árið 2004. Haukar hafa fjórum sinnum orðið bikarmeistarar síðast árið 2007 eftir æsilegan spennusigur gegn Keflavík.
 
Fréttir
- Auglýsing -