14:43
{mosimage}
(Fulltrúar liðanna í Iceland Express deild kvenna)
Körfuknattleikssamband Íslands hélt í dag blaðamanna- og kynningarfund fyrir komandi leiktíð í Iceland Express deildum karla og kvenna. Á fundinum var gerð opinber spá þjálfara, fyrirliða og fjölmiðla þar sem KR var spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki en í kvennaflokki var því spáð að Keflvíkingar myndu verja sinn.
Stefán Þór Borgþórsson nýr mótastjóri KKÍ kynnti nýtt keppnisfyrikomulag í úrvalsdeild kvenna þar sem skipt verður upp í tvo riðla þegar mótið er hálfnað og munu tvö efstu liðin sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninni.
Spárnar í dag voru eftirfarandi:
Karlaflokkur
1. KR 413 stig
2. Grindavík 374 stig
3. Keflavík 346 stig
4. Njarðvík 309 stig
5. Snæfell 289 stig
6. Þór Ak. 229 stig
7. Stjarnan 190 stig
8. ÍR 180 stig
9. Tindastóll 174 stig
10. FUs 120 stig
11. Skallagrímur 90 stig
12. Breiðablik 89 stig
Kvennaflokkur
1. Keflavík 187 stig
2. KR 180 stig
3. Grindavík 128 stig
4. Haukar 128 stig
5. Valur 92 stig
6. Hamar 67 stig
7. Snæfell 39 stig
8. Fjölnir 38 stig
{mosimage}