spot_img
HomeFréttirKeflavík Meistari Meistarana árið 2008 (umföllun)

Keflavík Meistari Meistarana árið 2008 (umföllun)

20:07

{mosimage}

Leikið var til úrslita í meistarakeppni KKÍ í Toyothöllinni í dag en þar áttust við Íslandsmeistarar Keflavíkur og Bikarmeistarar Grindavíkur.  Leikurinn var í járnum lengst af en Keflavík leiddi þó nær allan tíman.  Bæði lið spiluðu mjög hratt og einkenndist leikurinn af því.  Keflavík hafði þó á endanum 5 stiga sigur þrátt fyrir 26% tveggja stiga skotnýtingu sem er klárlega saga til næsta bæjar.  Það var hins vegar aggressíf og sterk pressuvörn sem skilaði þessum sigri.  Stigahæst hjá Keflavík var Pálína Gunnlaugsdóttir með 18 stig en næstar voru Svava Ósk Stefánsdóttir með 17 stig og Birna Valgarðsdóttir mðe 14 stig og 7 stolna bolta.  Hjá Grindavík voru Ingibjörg Jakobsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir og Petrúnella Skúladóttir allar með 11 stig.

Grindavík byrjaði leikinn af fullri alvöru strax á upphafsmínútunni og pressuðu allan völlinn.  Þessi pressa skilaði auðveldum stigum en þær höfðu strax eftir rúmlega mínútu 6 stiga forskot, 3-9.   Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur sá í hvað stemdi og var ekki lengi að grípa inní því hann tók leikhlé áður en tvær mínútur voru liðnar af leiknum.  Keflavíkurliðið vaknaði við þetta og höfðu jafnað leikinn í 14-14 þegar leikhutinn var hálfnaður.  Leikurinn var mjög hraður og mikið um mistök á báðum endum vallarins.  Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu mínútur en bæði lið pressuðu og spiluðu þess vegna mjög hraðan bolta.  Grindavík náði hins vegar tökum á leiknum undir lok fyrsta leikhluta og höfðu á tímabili 8 stiga forskot, 19-27.  Keflavík skoraði hinsvegar seinustu 4 stig leikhlutans og var því munurinn aðeins 5 stig eftir fyrsta leikhluta.

{mosimage}

Ekki minkaði hraðinn í öðrum leikhluta og Keflavík hafði náð yfirhöndinni strax eftir um það bil mínútu af leik.  Grindavík var þó aldrei langt á eftir og skiptust liðin á að skora næstu mínúturnar.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður tók Grindavík leikhlé en þá hafði Keflavík náð fjögurra stiga forskoti, 40-36, og ákafi þeirra hreinlega að kæfa sóknarleik Grindavíkur sem komust oft ekki yfir miðju.  Ótrúlegt en satt þá tókst Keflavík ekki að nýta þennan fína varnarleik til fulls því forskot Keflavíkur var ennþá 4 stig þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leiknum.  Pressa keflavíkur var gríðarlega vel útfærð og þær stálu boltanum trek í trek en það skilaði sér alltof sjaldan í stigum á töfluna.  Munurinn var því aðeins 5 stig þegar liðin héldu til klefana í hálfeik, 47-43, Keflavík í vil.

Keflavík fór að nýta sér varnarvinnuna og setja hana á stigatöfluna í upphafi þriðja leikhluta en þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn upp í 9 stig, 55-46, og Grindavík hafði aðeins skorað 3 stig í leikhlutanum.  Grindavík var þó ekki á þeim buxunum að gefa eftir því Keflavík skroaði ekki stig næstu 4 mínúturnar og var munurinn því kominn niður í 4 stig aftur þegar um það bil mínúta var eftir.  Keflavík hafði því ennþá fimm stiga forskot, 57-53 þegar þriðja leikhluta lauk.  

{mosimage}

Bæði lið voru í bullandi vandræðum að koma boltanum ofaní korfuna í seinni hélfleik og taldi hvert sig í raun mun meira efitr því sem leið á leikinn.  Grindavíkurstelpurnar voru að spila virkilega vel og voru farnar að lesa pressuna hjá Keflavík.  Þær komust svo yfir í fyrsta skiptið síðan í upphafi annars leikhluta um miðjan leikhlutan í stöðunni 59-60.  Keflavík svaraði þó um hæl og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aftur orðinn 5 stig, 67-62.  Lokamínúturnar voru æsispenanndi en bæði lið pressuðu og gáfu ekkert eftir neinstaðar á vellinum.  Þegar ein mínúta var eftir var munurinn aðeins tvö stig, 70-68, Keflavík í vil.  Það varð svo pressuvörn Keflavíkinga sem varð Grindavík endanlega að falli því kefalvík hafði betur á lokasprettinum og  skoraði þrjú seinustu stig leiksins og höfðu þar með 5 stiga sigur, 73-68.  

Texti: Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -