spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKeflavík með öruggan sigur í 1. deildinni 

Keflavík með öruggan sigur í 1. deildinni 

Keflavík Unglingaflokkur fékk Stjörnuna Unglingaflokk í heimsókn í Blue höllina í kvöld í fyrsta leik 1. deildar kvenna. Úrvalsdeildarlið Keflavík og Stjörnunar mættust nýverið í Subwaydeildinni og lauk þeim leik með sigri Keflavíkur. 

Keflavík byrjaði betur og eftir um 4 mínútna leik var staðan 11 – 3 Keflavík í vil. Fyrsti leikhluti endaði 20 – 11. Keflavík byrjaði aftur betur í öðrum leikhluta en Stjarnan gerði vel og söxuðu þær niður forystu Keflavík í 6 stig. Heimastúlkur enduðu leikhlutann þó betur. Staðan í hálfleik 43 – 31. 

Gestirnir voru að spila ágætlega á köflum en náðu ekki í skottið á heimastúlkum sem juku enn frekar við forystu sína. Staðan fyrir fjórða leikhluta 63 – 45. Jafnt var með liðunum í fjórða leikhluta, bæði lið sýndu flotta baráttu. Lokatölur 80 – 63. 

Byrjunarlið: 

Keflavík: Eygló, Agnes, Lovísa, Anna Lára og Gígja 

Stjarnan: Fanney, Bo, Bergdís, Kristjana og Heiðrún 

Hetjan: 

Hera Björk átti frábæra innkomu í liði Stjörnunar. Eygló Kristín leikmaður Keflavíkur var mjög góð í kvöld, nýti færin vel og varði skot hægri vinstri. 

Kjarninn: 

Keflavík voru nokkuð öruggt með leikinn í sínum höndum frá fyrstu mínútu. Stjarnan gerði atlögu að heimastúlkum en Keflavík gerði alltaf nóg til að leiða nokkuð öruggt. 

Kjarnin er sá að þrátt fyrir bara einn sigurvegara í kvöld er þetta frábært hjá báðum liðum að tefla fram liði í 1. deild og þannig gefa fleiri tækifæri á mínútum og reynslu sem nýtist yngri leikmönnum vel. 

Viðtöl

Anna Lára Vignisdóttir 

Fréttir
- Auglýsing -