spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKeflavík með öruggan sigur á Tindastóli - Uppgjör toppliða 1. deildar næsta...

Keflavík með öruggan sigur á Tindastóli – Uppgjör toppliða 1. deildar næsta laugardag Í Dalhúsum

B-lið Keflavíkur lagði Tindastól örugglega að velli í Blue höllinni í dag þar sem heimakonur lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik sem þær unnu með 22 stigum. Keflvíkingar jöfnuðu þar með Fjölni á toppi 1. deildar en þær síðarnefndu eiga þó leik til góða.

Keflavíkurstúlkur voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik þar sem vörnin skóp auðveld stig en mestu munaði þó um að 2-3 svæðisvörn gestanna var ekki að gera þeim neina greiða í byrjun leiks. Keflvíkingar voru að hitta vel fyrir utan þriggja stiga línuna, boltinn fékk að fljóta vel og munurinn var fljótlega kominn upp fyrir 10 stigin. Eftir 5 mínútna leik skiptu gestirnir í maður á mann vörn en leikmenn Tindastóls voru ekki að ná að halda sínum manni fyrir framan sig og gengu heimakonur bókstaflega á lagið og fengu fullt af opnum sniðskotum og vítaskotum þegar gestirnur brutu af sér í neyð. Það var helst fyrir tilstilli sóknarfrákasta og stigum í kjölfar þeirra að munurinn varð ekki meiri en 22 stig í hálfleik.

Keflvíkingar gerðu svo vel í því að viðhalda status quo og fengnum hlut í siðari hálfleik. Þær leyfðu gestunum aldrei að taka aungablikið til sín og héldu muninum alltaf í 15-25 stigum. Lokatölur í Keflavík 80-58.

Bestar á vellinum
Hjá heimakonum voru þær Anna Ingunn Svansdóttir (20 stig – 4/8 í 3ja) og Eydís Eva Þórisdóttir ( 16 stig og 10 fráköst) atkvæðamestar. Þeim næst var Sara Lind Kristjánsdóttir með 13 stig og 4 fráköst. Þá var nærvera Elsu Albertsdóttur áberandi jákvæð fyrir liðið. Elsa tekur mikið til sín, er akkeri í hjarta varnarinnar og lætur boltann fljóta vel í sókninni.

Í liði Tindastóls var Tessondra Williams langatkvæðamest með 22 stig og 10 fráköst. Aðrir leikmenn liðsins áttu erfiðan dag, sérstaklega varnarlega í fyrri hálfleik þar sem leikurinn tapaðist fyrir gestina.

Hvað er næst?
Keflavík heimsækir Fjölni í Dalhús næstkomandi laugardag í uppgjöri toppliðana en Tindastóll fær tækifæri til að komast aftur á sigurbraut sama dag þegar þær taka annan rúnt í Reykjanesbæ og mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Sigurður Friðrik Gunnarsson

Fréttir
- Auglýsing -