spot_img
HomeFréttirKeflavík lagði Breiðablik örugglega í Blue Höllinni

Keflavík lagði Breiðablik örugglega í Blue Höllinni

Topplið Keflavíkur lagði Breiðablik í kvöld í 23. umferð Subway deildar kvenna, 80-60. Eftir leikinn er Keflavík í efsta sætinu með 40 stig á meðan að Breiðablik er í 7. sætinu með 8 stig.

Keflavík leiddi leik kvöldsins frá byrjun til enda. Eftir fyrsta leikhluta voru þær 6 stigum yfir, 21-15 og þegar í hálfleik var komið var forskot þeirra 9 stig, 40-31.

Hægt en örugglega bæta þær svo við forskot sitt í upphafi seinni hálfleiksins og var staðan fyrir lokaleikhlutann 58-42. Í honum gera þær svo nóg til að vinna að lokum frekar örugglega með 20 stigum, 80-60.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Morillo með 18 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta. Fyrir Blika var það Aníta Rún Árnadóttir sem dró vagninn með 21 stigi og 3 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -