spot_img
HomeFréttirKeflavík kláraði Val í fyrri hálfleik

Keflavík kláraði Val í fyrri hálfleik

Keflavík nældi sér í sex stiga forystu á toppi Dominos deildar karla með öruggum sigri á Val í kvöld. Óhætt er að segja að um einstefnu hafi verið að ræða og engin spenna á boðstólnum í þetta skiptið. Gríðarlega sterkt lið Keflavík hafði yfirhöndina frá fyrstu mínútu gegn Valsliði sem virtist ekki geta beðið eftir jólafríinu. Lokastaða 65-77 og Keflavík því verðskuldað í toppsæti deildarinnar yfir jólin

 

Þáttaskil

Keflavík átti leikinn frá fyrsta leikhluta, komust fljótt í 16-9 og til að gera langa sögu stutta áttu valskonur aldrei svar við frammistöðu Keflavíkur. Varnarleikur Keflavíkur var algjörlega frábær í fyrri hálfleik og Valur tók margar hraðar sóknir sem enduðu á fáránlegu skotvali. Hinu megin spilaði Valur veika svæðisvörn sem Keflavík lék sér að. Keflavík rúllaði liðinu sínu miikið í seinni hálfleik og Valur gekk á lagið og minnkaði muninn rækilega í síðasta leikhluta og fá hrós fyrir.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Keflavík var með 32 fráköst gegn 18 í hálfleik og þar af 13 sóknarfráköst gegn 5. Staðan í frákastabaráttunni jafnaðist nokkuð í seinni hálfleik en Keflavík vann hana samt örugglega. Segja má að skotnýting liðanna sé helsti munurinn en Keflavík er með 41% nýtingu gegn 36% Vals. Þetta gerir Keflavík einnig í fleiri skotum.

 

Hetjan

Salbjörg Ragna átti frábæran leik í kvöld og sérstaklega varnarlega. Sóknarmenn Vals voru orðnir skíthræddir við að keyra á körfuna gegn henni enda fór hún ítrekað ansi illa með þær í vörninni. Við þetta bætti hún stigum og fráköstum. Einnig var Ariana Moorer frábær með stig, fráköst og stoðsendingar. Enn einu sinni var það samt sem áður liðsheildin sem skóp þennan sigur.

 

Kjarninn

Keflavík sigraði virkilega verðskuldaðan sigur í kvöld sem tryggir þeim góða forystu í deildinni er haldið er í jólafrí. Frammistaða Keflavíkur líkt og síðustu mánuði mjög sannfærandi þar sem allir leikmenn eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar.

Það var hreinlega eins og Valskonum væru að drífa sig í jólafríið en allar aðgerðir liðsins voru hraðar og óskilvirkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið sýndi karakter að halda áfram og leika til síðustu mínútu en stemmningsleysi þeirra fyrstu þrjá leikhlutana varð til þess að liðið átti ekki möguleika á sigri.

 

Keflavík fær Snæfell í heimsókn í fyrsta leik ársins 2017 og geta þar með sigri sent frá sér formlega yfirlýsingu um að liðið sé mætt til þess að taka íslandsmeistaratitil.

 

Tölfræði leiksins

 

Valur-Keflavík 65-77 (13-20, 12-23, 20-21, 20-13)

 

Valur: Mia Loyd 20/18 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 14, Berg?óra Holton Tómasdóttir 13/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 10, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 8/8 fráköst, Helga ?órsdóttir 0, Nína Jenný Kristjánsdóttir 0, Hallveig Jónsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Gu?björg Sverrisdóttir 0.

Keflavík: Ariana Moorer 26/11 fráköst/6 sto?sendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 16/11 fráköst/5 sto?sendingar, Salbjörg Ragna S?varsdóttir 11/15 fráköst/4 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Birna Valger?ur Benónýsdóttir 6, Erna Hákonardóttir 5, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3, Irena Sól Jónsdóttir 2, ?óranna Kika Hodge-Carr 1, Elsa Albertsdóttir 0, Katla Rún Gar?arsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0.

 

Viðtal við Ara Gunnarsson þjálfara Vals. 

 

 

Viðtal við Sverri Þór Sverrisson þjálfara Keflavíkur

 

 

 

Myndasafn leiksins.

 

Myndir og viðtöl / Davíð Eldur

 

Umfjöllun / Ólafur Þór Jónsson

 

Fréttir
- Auglýsing -