spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í 9. flokki kvenna

Keflavík Íslandsmeistari í 9. flokki kvenna

13:50
{mosimage}

 

(Íslandsmeistarar Keflavíkur í 9. flokki kvenna) 

 

Keflavík og Grindavík mættust í úrslitaleik 9. flokks kvenna í DHL-Höllinni í dag þar sem Keflvíkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 40-31 sigri á Grindavík. Jafnt var á með liðunum framan af leik en Keflvíkingar tóku völdin í þeim síðari og unnu verðskuldaðan níu stiga sigur. María Ben Jónsdóttir var valin besti leikmaður leiksins úr röðum Keflavíkur með 13 stig, 17 fráköst og 10 varin skot, glæsileg þrenna hjá Maríu. Hjá Grindavík var Sandra Ýr Grétarsdóttir valin besti maður leiksins með 8 stig, 18 fráköst og 3 stolna bolta.

 

Leikurinn var við frostmark í fyrsta leikhluta þar sem báðum gekk einkar illa að skora og staðan 5-4 fyrir Grindavík. Keflvíkingar vöknuðu af værum blundi í öðrum leikhluta og breyttu stöðunni í 18-12 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

 

Í síðari hálfleik áttu Grindvíkingar í vandræðum með sterka liðsvörn Keflavíkur sem var undristaðan í sigri Keflavíkur í dag. Staðan var 30-18 fyrir Keflavík fyrir fjórða og síðasta leikhluta en Grindvíkingar bitu frá sér á endasprettinum.

 

Keflavík leiddi en Grindavík vann fjórða leikhluta 13-10 en það var ekki nóg þar sem forysta Keflavíkur var of mikil og lokatölur því 40-31 eins og áður greinir.

 

Tölfræði leiksins

 

[email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -