spot_img
HomeFréttirKeflavík hefur titilvörnina í Hólminum

Keflavík hefur titilvörnina í Hólminum

 

Í dag dróg KKÍ í töfluröð bæði fyrir Dominos deild kvenna og 1. deildina. Leikar í Dominos deildinni hefjast þann 4. október næstkomandi, en þá mun fara fram heil umferð. Titilvörn tvöfaldra meistara síðasta veturs, Keflavíkur, hefst á kunnulegum slóðum. Þar sem þær munu sækja Snæfell heim í Stykkishólm í fyrstu umferð, en liðin áttust síðast við þar í þriðja leik lokaúrslita síðasta tímabils.

 

Þetta árið er met fjöldi liða skráður til leiks í meistaraflokki kvenna. Átta lið eru í Dominos deildinni, en þá eru níu lið skráð til leiks í 1. deildinni. Þar sem að Ármann, ÍR og Hamar koma öll inn á ný, ásamt því að unglingaflokkar Hauka og KR eru einnig skráðir til leiks.

 

Hér er hægt að skoða leikjaniðurröðun næsta tímabils

 

Fyrsta umferð Dominos deildar kvenna:

04.10.17 – kl. 19:15

Haukar – Stjarnan

Njarðvík – Skallagrímur

Snæfell – Keflavík

Valur – Breiðablik

 

Fréttir
- Auglýsing -