spot_img
HomeFréttirKeflavík hefur titilvörnina gegn Haukum

Keflavík hefur titilvörnina gegn Haukum

14:59
{mosimage}

Íslandsmeistarar Keflavíkur fá Hauka í heimsókn í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna á næstu leiktíð. Bikarmeistarar UMFG fá KR í heimsókn en þessi lið mættust einmitt í undanúrslitum í vor rétt eins og Keflavík og Haukar. Nýliðar Snæfells fara í heimsókn í Hveragerði og mæta Hamri og þá mætast Fjölnir og Valur. 

Iceland Express deild kvenna verður leikin eftir nýju fyrirkomulagi sem var samþykkt á ársþingi 2007 en liðin leika tvöfalda umferð, 14 leiki og svo verður deildinni skipt upp í tvennt en það mun gerast í seinni hluta janúarmánaðar. 

1.umferð: 
Fjölnir – Valur
UMFG – KR
Hamar – Snæfell
Keflavík – Haukar 

2.umferð: 
Fjölnir – Grindavík
KR – Hamar
Snæfell – Keflavík
Valur – Haukar 

Áætlað er að Iceland Express deild kvenna fari af stað miðvikudaginn 15. október.

 

www.kki.is

Fréttir
- Auglýsing -