Í kvöld mætast KR og Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Ekki þarf að fjölyrða um leikinn og margir bíða óþreygjufullir eftir því að komast vestur í bæ og sjá slaginn mikla sem framundan er. Síðan úrslitakeppnin hóf göngu sína árið 1984 hafa KR og Keflavík alls fimm sinnum mæst í undanúrslitum, fimmta einvígið stendur nú yfir.
Keflavík hefur oftar haft vinninginn eða alls þrisvar sinnum. Liðin mættust fyrst í undanúrslitum árið 1991 en þá þurfti tvo sigra til að komast í úrslit og úrslitakeppnin sjálf hófst beint í undanúrslitum. Leikurinn í kvöld er þó sérstakur fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem þessi tvö sögufrægu félög fara í oddaleik í undanúrslitum síðan vinna þurfti þrjá leiki til að komast í úrslit.
Viðureignir liðanna í undanúrslitum efstu deildar karla:
1991: Keflavík 2 – 1 KR
1992: Keflavík 2 – 1 KR
1997: Keflavík 3 – 1 KR
2009: KR 3 – 0 Keflavík
2011: KR 2 – 2 Keflavík
Leikir liðanna í undanúrslitum 2011:
Leikur 1: KR 87 -79 Keflavík
Leikur 2: Keflavík 87 – 105 KR
Leikur 3: KR 135 – 139 Keflavík (framlengt)
Leikur 4: Keflavík 104 – 103 KR (framlengt)
Leikur 5:
Mynd/ Brynjar Þór Björnsson leikmaður KR í baráttunni gegn Keflavík í fjórðu viðureign liðanna.