spot_img
HomeFréttirKeflavík getur náð sex stiga forystu á toppnum

Keflavík getur náð sex stiga forystu á toppnum

Fyrsti leikur þrettándu umferðar Dominos deildar kvenna fer fram að Hlíðarenda klukkan 18:00 er Valur fær topplið Keflavíkur í heimsókn. Keflavík nær í sex stiga forystu á toppi deildarinnar í bili með sigri en Snæfell og Skallagrímur leika ekki fyrr en á laugardag. 

 

Það er svokallaður tvíhöfði í Valshöllinni en strax að loknum leik Vals og Keflavíkur hefst leikur Vals og FSu í 1. deild karla.

 

Auk þess fara fram þrír aðrir leikir í 1. deild karla. Að lokum verða veitt verðlaun fyrir bestu leikmenn 1-11 umferðar Dominos deildanna í sérstökum jólaþætti Körfuboltakvölds sem verður í beinni útsendingu klukkan 22 annað kvöld. 

 

Alla leiki dagsins má sjá hér að neðan:

 

Dominos deild kvenna:

Valur-Keflavík kl 18:00 

 

1. deild karla.

Valur – FSu

Vestri – ÍA

Ármann – Hamar

Breiðablik – Fjölnir 

 

Mynd / Skúli B. Sigurðsson

Fréttir
- Auglýsing -