Lesendur Karfan.is virðast vera nokkuð vissir um að það verði Keflavíkurstúlkur sem koma til með að vinna Subwaybikarinn í ár ef miðað er við könnun síðunnar.
Það eru 57% lesenda sem spá Keflavík sigri í úrslitaleiknum og næst voru það 18% lesenda sem völdu Hauka en þessi lið eru einmitt komin í úrslit í Höllinni. Keflavík eru vissulega vel að þessari spá komnar en þær hafa verið að spila gríðarlega vel upp á síðkastið. En leikur þeirra gegn Haukum verður allt annað en auðveldur því Haukastúlkur hafa á gríðarlega góðum mannskap að skipa og munar þar mest um Heather Ezell sem getur hrokkið í gang og skilað þrefaldri tvennu í hús á nokkuð auðveldan hátt.