spot_img
HomeFréttirKeflavík bætir við sig leikmanni

Keflavík bætir við sig leikmanni

Keflavík hefur samið við Urban Oman um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Urban er 24 ára, 197 cm slóvenskur framherji sem kemur til liðsins frá Helios Suns í heimalandinu, en með þeim hefur hann leikið frá því hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 2016. Á síðasta tímabili skilaði hann 8 stigum og 4 fráköstum með þeim er liðið fór alla leið í úrslit. Þá var hann einnig á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Slóveníu.

Fréttir
- Auglýsing -