spot_img
HomeFréttirKarrem Johnson til Fjölnis

Karrem Johnson til Fjölnis

9:15

{mosimage}

Heimasíða Fjölnis greinir frá því að þeir hafi sagt upp samning sínum við bandaríska leikmanninn Patrick Oliver og fengið Kareem Johnson í staðinn.

Kareem er 26 ára gamall, 202 cm og 112 kg og lék með Cincinnati háskólanum og hefur svo leikið með Auckland Stars og G&H Hawks í Nýja-Sjálandi en hann varð einmitt meistari með Hawks nú í sumar. Hann spilaði núna í september með UU-Korihait Uusikaupunki í Finnlandi en fór svo á reynslu til BSC Raiffeisen Furstenfeld Panthers í Austurríki áður en hann kom til Fjölnis. Veturinn 2005-06 spilaði hann með Aura Basket Turku í Finnlandi

Johnson mun leika með Fjölnismönnum í kvöld gegn Haukum.

runar@mikkivefur.is

Mynd: Enquirer.com

Fréttir
- Auglýsing -