8:24
{mosimage}
Stelpurnar spila úrslitaleik um silfrið í dag
Smáþjóðaleikarnir halda áfram í dag og leika bæði karla og kvennaliðið í dag. Kvennaliðið lýkur raunar keppni í dag þegar þær mæta heimastúlkum frá Kýpur klukkan 15 að íslenskum tíma í úrslitaleik um annað sætið.
Karlarnir mæta San Marino klukkan 13 að íslenskum tíma en San Marino hefur tapað öllum leikjum sínum til þessa. Strákarnir verða að vinna til að lifa í voninni um að ná gullinu og í það minnsta að halda silfrinu. Ísland og San Marino hafa mæst níu sinnum til þessa og hefur Ísland alltaf unnið, mest með 28 stigum.
Kvennalið Íslands og Kýpur hafa mæst þrettán sinnum og hefur Ísland unnið níu sinnum en síðast vann Kýpur með 17 stigum.
Mynd: www.cyprus2009.org