spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKári frá í þrjá mánuði

Kári frá í þrjá mánuði

Kári Jónsson leikmaður spænska stórveldisins Barcelona er meiddur og þarf að fara í aðgerð til að leita bót meina sinna. Frá þessu greinir hann á Facebook síðu sinni í kvöld.

Samkvæmt honum hefur Kári verið meira og minna frá síðustu sex vikurnar vegna meiðsla. Hann hafi verið að berjast við bólgur í hásinafestum og þar í kring sem hafi haldið honum frá æfingum.

Einhverjar tilraunir hafi hann gert til að komast aftur á parketið en það hafi ekki gengið. Það hafi hinsvegar ekki gengið og er niðurstaðan sú að hann þarf að nú að fara í aðgerð. Það þýðir að hann verður frá í þrjá mánuði á meðan hann jafnar sig og fer í endurhæfingu.

Kári hrósar sjúkra-og læknateymum félagsins og segist staðráðinn í að vinna sig í gegnum þetta. Meiðslin þýða að Kári verður ekki með Íslenska landsliðinu í komandi verkefni en liðið mætir Belgíu í lok nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -