Á morgun leikur U18 ára karlalandslið Íslands gegn Svíþjóð í úrslitaleik um Norðurlandameistaratitilinn. Í morgun mættust Ísland og Finnland í sínum síðasta leik í riðlakeppninni þar sem Finnar fundu sinn fyrsta sigur á mótinu. Fyrir leikinn vissu íslensku piltarnir að úrslitaleikurinn væri í höfn og því ekki laust við að borið hefði á þeirri vitund í leik okkar manna.
Mynd/ Snorri Hrafnkelsson á vítalínunni fyrir U18 ára liðið.