spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Töpuðu aldrei gleðinni

Karfan TV: Töpuðu aldrei gleðinni

 
U16 ára kvennalandslið Íslands vakti verðskuldaða athygli á Norðurlandamótinu í Svíþjóð þrátt fyrir að sigur hefði ekki fundist að þessu sinni. Stelpurnar lentu í hörkuleikjum á mótinu og oftar en ekki var það aðeins herslumunurinn sem vantaði.
Einn af liðum í undirbúningi liðsins fyrir mótið voru dansæfingar sem fylgdu stelpunum út allt til síðasta dags og að loknum síðasta leik sínum á mótinu var stiginn dans fyrir stuðningsmenn liðsins í Solnahallen. Þær töpuðu aldrei gleðinni þó sigrana hafi vantað, vel gert stelpur!
 
 
Fréttir
- Auglýsing -