spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Sigurkarfa Jörundar Snæs

Karfan TV: Sigurkarfa Jörundar Snæs

U16 ára karlalið Íslands vann dramatískan sigur á Norðmönnum áðan. Dómarar leiksins dæmdu körfuna gilda og við það urðu Norðmenn afar ósáttir og töldu hana kolólöglega en Ísland fagnaði engu að síður sigri. Athygli vakti að dómarar leiksins studdust ekki við myndbandsupptökuna til að skera úr um gildi körfunnar svo Jörundur Snær er hetja Íslands þetta sinnið. Frábær barátta í þessu 16 ára liði sem oftsinnis var komið út í þröngt horn í leiknum gegn Norðmönnum.
 
 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -