Helgi Jónas Guðfinnsson var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar Grindvíkingar töpuðu í Röstinni gegn Þór Þorlákshöfn. Tapið var það fyrsta á tímabilinu hjá Grindvíkingum. Helgi sagði sína menn með höfuðið í óæðri endanum eftir Lengjubikarhelgina.