spot_img
HomeFréttirKarfan TV: Litlir karlar með stóra punga

Karfan TV: Litlir karlar með stóra punga

 
U16 ára landslið Íslands er í góðri stöðu eftir daginn í dag. Liðið hóf keppni í morgun á Norðurlandamótinu og skellti Norðmönnum og nú í kringum kvöldmatarleytið var liðið að leggja Finna að velli þar sem Maciej Baginski fór mikinn með 35 stig í íslenska liðinu. Karfan TV ræddi við Inga Þór Steinþórsson þjálfara liðsins eftir leik og sagði Ingi að nú væri löng og góð hvíld mikilvæg fyrir framhaldið.
 
U16 ára liðið leikur aftur á morgun og þá gegn Svíum kl. 13:00 að íslenskum tíma.
 
Fréttir
- Auglýsing -