NBA deildin hefst annað kvöld með þremur leikjum og það engum smá slag þegar Miami Heat mætir með úrvalsliðið í Boston Garden. Miðasala á leiki og þá sérlega ársmiðasala hefur gengið afar vel í Bandaríkjunum og eflaust margir sem bíða óþreyjufullir eftir því að sterkasta körfuboltadeild í heimi fari af stað.
NBA er búið að taka saman 10 bestu troðslurnar á undirbúningstímabili deildarinnar og þessi tilþrif ættu að stytta mönnum stundir fyrir átökin sem hefjast nákvæmlega eftir 30 klukkustundir og 5 mínútur þegar þetta er ritað.