spot_img
HomeFréttirKarfan ræddi við Finn Frey eftir bikarlyftingar "Þetta er einn erfiðasti titillinn...

Karfan ræddi við Finn Frey eftir bikarlyftingar “Þetta er einn erfiðasti titillinn að vinna”

Valur lagði Stjörnuna í gærkvöldi í úrslitaleik meistara meistaranna í Origo Höllinni, 80-77. Atkvæðamestur fyrir Val í leiknum var Kristófer Acox með 16 stig, 9 fráköst á meðan að Robert Turner skilaði 24 stigum og 4 fráköstum fyrir Stjörnuna.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir að bikarinn fór á loft í Origo Höllinni.

Finnur…þú hefur unnið tvo titla síðan ég talaði við þig síðast…og það er ekkert mjög langt síðan…!

…já það er svoleiðis..!?

Jájá! Og til hamingju með þá báða!

Takk fyrir það!

Sigurinn nú í kvöld var kannski extra sætur í ljósi þess að þið eruð þunnskipaðir og missið Ástþór í þessum leik…þetta var auðvitað ekkert fullkomið hjá ykkur í kvöld en þið hljótið að vera mjög ánægðir?

Jájá, þetta var skrappí leikur og ég sagði í viðtali áðan að mér fannst ákveðinn bragur á liðinu og ákveðnir hlutir til staðar í kvöld sem við lærðum í fyrra sem lið…og gott að sjá það hafa smitast yfir því það eru náttúrulega allnokkrir leikmenn farnir frá okkur síðan á síðasta tímabili og gott að ákveðnir hlutir í liðinu skyldu smitast yfir og halda áfram…

Og hvað ertu þá að tala um…?

Bara eins og að vera sterkir andlega á lokakaflanum og missa ekki hausinn…við vorum nálægt því á tímabili en náðum að grænda út þennan sigur gegn mjög öflugu Stjörnuliði svo ég er bara mjög ánægður með það fyrst og fremst.

Akkúrat. Mér fannst t.d. Hjálmar Stefáns eiginlega halda áfram sem frá var horfið í síðasta leik! Þetta er frábær leikmaður, hann gæti alveg sett 12-15 stig í leik?

Já, Hjálmar er frábær, við vorum að tala um mentalitíið áðan, hann er að verða eldri og reyndari og hefur verið í risahlutverki hjá okkur. Fegurðin við hann er að hann tekur það sem kemur til hans, hann er ekki að reyna að þröngva einhverju, það er svona einn af hans styrkleikum. Stundum mætti hann svo sem vera aggressívari og stundum mættum við bara finna hann oftar…

Nákvæmlega. Þú ert svo með fleiri leikmenn áfram frá síðasta tímabili, Kristó, Pablo, Kára, Benza…það hlýtur að róa þig svolítið, þú þarft ekki að byggja alveg frá grunni…

Jájá, við vildum halda sem flestum, við missum Callum sem var mikið lím í varnarleiknum til Frakklands og Jacob fer í sterka deild í Ungverjalandi og svo missum við líka risapart í Pavel og erfitt að orða það hversu mikilvægur hann var fyrir þetta lið…

…jájá…væri hægt að halda langa ræðu um það!

Já…hann er gæi sem þú nærð aldrei að rípleisa…það sem hann hefur finnur þú hvergi annars staðar þannig að við hinum þurfum allir að stíga upp og reyna að fylla það skarð sem hann skilur eftir sig en að sami skapi breytumst við bara aðeins og getum þróað okkur aðeins öðruvísi og bara skemmtileg áskorun framundan. Pavlovic fannst mér t.d. koma vel inn í þetta þó hann sé bara nýkominn…

Einmitt, hann setti náttúrulega mikilvægustu körfu leiksins.

Akkúrat.

Síðasta tímabil og tímabilið þar á undan ef ég man rétt voru ansi þung til að byrja með hjá Valsmönnum – það er kannski von til þess að það verði bjartara yfir þessu núna í byrjun að þessu sinni?

Ég þreytist ekkert að tala um það að við erum að reyna að búa til einhverja menningu hérna í liðið og reyna að festa Val í sessi sem topp 6 lið. Við náðum að enda í heimaleikjarétti síðustu tvö tímabil og auðvitað titlinum á síðasta tímabili. En það er samt langur vegur sem framundan er að ná því markmiði að festa liðið í sessi og ná stöðugleika í öllu…við þurfum að halda áfram að byggja upp yngri flokka starfið og byggja upp umgjörðina í kringum leiki og liðið okkar og bara vilja gera enn betur. Það er hægt að segja að titilinn í vor hafi komið of snemma miðað við uppganginn! En við tökum hann, en við viljum horfa til framtíðar. 

Það er amk. bjart yfir þessu í dag!

Jájá, en við þurfum að halda áfram að leggja á okkur. Þetta er einn erfiðasti titillinn að vinna, maður þarf að vera bikar- eða Íslandsmeistari til að fá að spila þennan leik og væntanlega í fyrsta skipti sem Valur vinnur hann svo það er fagnaðarefni. Við horfum bjartir fram á veginn en vitum að það er gríðarlega mikið verk framundan enda deildin svakalega sterk!

Sagði Finnur og ljóst að Íslandsmeistararnir eru stórhuga og til alls líklegir í vetur.

Fréttir
- Auglýsing -