spot_img
HomeFréttirKarfan næst útbreiddasta íþrótt landsins: Fjölgun frá síðasta ári!

Karfan næst útbreiddasta íþrótt landsins: Fjölgun frá síðasta ári!

 
 
Iðkendatölur ÍSÍ fyrir árið 2009 er búið að opinbera og er körfuboltinn næst útbreiddasta íþrótt landsins. Karfan er í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins en aðeins knattspyrna er í öllum 25. Aðeins sex íþróttagreinar innan ÍSÍ eru í yfir 20 íþróttahéruðum en þær eru: Knattspyrna, körfubolti, golf, sund, hestaíþróttir og frjálsar íþróttir. www.kki.is greinir frá.
Alls voru iðkendur 112.366 innan íþrótta ÍSÍ. Alls stunduðu 81.972 landsmanna íþróttir innan hreyfingarinngar sem jafngildir því að 25,7% landsmanna stundi íþróttir innan ÍSÍ.
 
Fjöldi iðkenda:
Þegar kemur að fjölda iðkenda kemur margt áhugavert fram en karfan er í 6. sæti með 6.629 iðkendur. Er það fjölgun um 276 iðkendur milli ára eða aukning um 4.34%. Meðaltals aukning í íþróttahreyfingunni var 3.08%.
 
Vinsælustu íþróttirnar:
1. Knattspyrna 20.083
2. Golf 15.771
3. Hestaíþróttir 11.499
4. Fimleikar 7.495
5. Handknattleikur 6.969
6. Körfuknattleikur 6.629
7. Frjálsar íþróttir 5.348
8. Badminton 4.909
9. Almenningsíþróttir 4.236
10. Dans 3.279
 
Fréttir
- Auglýsing -