Njarðvíkurstúlkur eru enn ósigraðar í 1.deild kvenna eftir að hafa sigrað lið Tindastóls í dag 72:65. Njarðvík urðu fyrir því að erlendur leikmaður þeirra neyddist til að hætta vegna barnsburðar og nokkuð ljóst þykir að hún komi ekki til með að spila meira með liðinu á þessu tímabili í það minnsta. En Njarðvíkurstúlkur sýndu í dag að þær eru öflugar jafnvel án erlends leikmanns og sigruðu lið Tindastóls sem fyrr segir.
Stigahæstar liðanna:
UMFN: Erna Hákonardóttir 17, Björk Gunnarsdóttir 13, Andrea Ólafsdóttir 10
Tindastóll: T. Ann Johnson 28 stig, Kristín Tómasdóttir 13

