spot_img
HomeFréttirK.A. Jabbar: Howard er fyrirsjáanlegur

K.A. Jabbar: Howard er fyrirsjáanlegur


Jabbar í einu af sínum frægu "Hook" skotum
Kareem Abdul Jabbar fyrrum miðherji LA Lakers telur að Dwight Howard sé örlítið ofmetin ef marka má orð kappans í miðlum vestann hafs.  Jabbar segir að troð kappans þar sem hann lætur körfunar skjálfa fram á næstu sókn séu ekki að hrífa sig og að Dwight þurfi að fara að vinna í „póst“ hreyfingum sínum. Jabbar telur Howard treysta of mikið á hinn kröftuga líkama sinn og að minna fara fyrir nettum póst upp hreyfingum. „Mér finnst hann ennþá mjög hrár sóknarlega og í raun svolítið fyrirsjáanlegur. Hann er ekki með neina hreyfingu í sókninni sem hann getur algerlega stólað á“ Sagði Jabbar um Howard, en eins og flestir vita þegar mikið lá við snéri Jabbar sér í sitt fræga „hook“ skot og var það hans vörumerki.  

Howard tók þessum ummælum meistara Jabbar vel og sagði að Jabbar hefði svo sannarlega eitthvað til síns máls. „ Þetta er klárlega rétt hjá honum. Hann af öllum skilur það að til að verða frábær leikmaður þarftu að bæta við nýjungum í leik þinn reglulega.  Ég hef verið að reyna við „sky hook“ skotið sem hann notaði  svo snilldarlega en á enn langt í land að ná hans fimi í því skoti. Hann gat tekið „hook“ frá þrigga stiga línunni.“ sagði hinn 23 ára gamli Howard þegar hann var inntur eftir því hvað honum fannst um þessi ummæli Jabbar.

Mynd: www.espn.com

Fréttir
- Auglýsing -