9:46
{mosimage}
Mun Jovan klæðast íslenska landsliðbúningnum?
Alsherjarnefnd Alþinigis hefur lagt til við Alþingi að 24 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt og er venjan sú að Alþingi samþykki þessar tillögur. Á listanum má finna nöfn sem íslenskir körfuknattleiksmenn ættu að kannast við. Þar má fyrstan nefna Jovan Zdravevski leikmann Stjörnunnar í Garðabæ en hann lék með Skallagrím og KR áður.
Þá eru þarna tveir leikmenn sem ekki hafa leikið um tíma en það eru þeir Bosko Boskovic sem lék með Grindavík og Hetti og að lokum Branislav Dragojlovic sem lék með KFÍ.
Mynd: [email protected]