Stjarnan hefur endurnýjað samninga við þá Jovan Zdravevski, Fannar Helgason, Guðjón Lárusson og Marvin Valdimarsson og munu þeir því allir leika hjá liðinu á næstu leiktíð. www.stjarnan-karfa.is greinir frá.
Á heimasíðu stuðningsmanna Stjörnunnar segir ennfremur:
Þeir Marvin og Fannar munu auk þess þjálfa yngri flokka félagsins líkt og þeir gerðu síðasta vetur. Það er mikill fengur í því fyrir deildina að hafa klárað samninga við þessa fjóra leikmenn, en þeir voru ásamt fleirum lykilmenn í þeim góða árangri sem náðist á síðasta tímabili.
Nú er unnið að því að móta liðið enn frekar fyrir næsta vetur, en það er ljóst að fylla þarf skarð Kjartans Atla Kjartanssonar sem undirritaði samning við FSu nýlega. Auk þess er ekki ljóst hvort Daníel Guðmundsson verði með liðinu á næsta ári þar sem hann hefur hug á að setjast á skólabekk erlendis.
Efri mynd/ Jovan, Marvin, Fannar og Guðjón.
Neðri mynd/ Daníel Guðmundsson
Neðri mynd/ Daníel Guðmundsson