KKd. Tindastóls hefur náð samningum við Jou Costa fyrrverandi þjálfara liðs Tenerife um að taka við liðinu. Jou Costa er 43 ára gamall Spánverji en hann hefur meðal annars þjálfað með Isreal Martin sem var með liðið á síðasta tímabili. Áður en leitað var út fyrir landssteina var þreyfað vel fyrir sér hér heima fyrir án árangurs og því ákvörðun tekin að leita erlendis.
Jou Costa, sem er sprenglærður þjálfari, hóf þjálfaraferilinn árið 1997 og hefur að mestu starfað í EBA og LEB SILBER deildunum á Spáni með CB Canarias (1997-2000 og 2004-2005), CB Tacoronte (2006-2009) og Tenerife Baloncesto (2000-2001 og 2010-2012). Hann var aðstoðarþjálfari hjá Eiffel Towers í Hollandi en hefur frá árinu 2012 verið stjórnandi Soles æfingabúðanna í Mexíkó og verið aðstoðarþjálfari hjá atvinuumannaliðinu Soles de Mexicali en liðið varð LNBP meistari tímbilið 2014-2015.