Marcus Jordan þekkja eflaust fæstir en karl faðir hans ætti hinsvegar að vera öllum kunnugur því það er sjálfur Michael. Marcus þessi er nú komin í fréttirnar líkt og faðir hans var daglega en þó ekki fyrir körfuknattleik því hann var sektaður fyrir að vera með óspektir eða "Disturbing the Peace" eins og þeir kalla það vestra um haf.
Marcus átti í deilum við tvær konur á bílastæði fyrir utan hótel í Omaha. Öryggisverðir hótelsins reyndu að lækka niður í stráknum sem var undir áhrifum áfengis en gekk illa og til var kölluð lögreglan. Stráksi lét öllum illum látum og lét ekki segjast fyrr en bak við lás og slá var komið.
Réttarhöldin voru hröð (tók 3 mínútur) Marcus dæmdur til sektar strákurinn laus allra mála. Það sem vakti hinsvegar athygli var það að eftir réttarhöldin fór Marcus niður á lögreglustöð og bað þar hluteigandi lögreglumenn afsökunar. Lögmanni Marcus varð að orði að á 35 ára ferli sínum hafði hann aldrei heyrt af því að lögbrjótur hafi gert slíkt.
Þess má geta að sektin var 250$ eða því sem nemur tveimur skópörum seldum af Air Jordan skóm.
Marcus sem er 21 árs spilar með University of Central Florida og var með tæp 14 stig á leik á sínu öðru ári. Karl faðir hans var með 20 stig á leik á sínu öðru ári með UNC.