spot_img
HomeFréttirJón setti 15 stig í fyrsta sigri Granada

Jón setti 15 stig í fyrsta sigri Granada

 
Fyrsti sigur Jóns Arnórs Stefánssonar og CB Granada í ACB deildinni á Spáni er kominn í hús. Granada tók á móti Asefa Estudiantes á heimavelli í dag og landaði naumum 78-75 sigri þar sem Jón Arnór var næststigahæstur sinna manna með 15 stig.
Jón lék í tæpar 23 mínútur í leiknum og gerði sem fyrr segir 15 stig og setti niður 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum. Hann var einnig með 2 fráköst og 1 stoðsendingu. Eftir sigurinn er Granada komið í 15. sæti deildarinnar en næsti leikur liðsins er 7. nóvember gegn Mencora Basquet á útivelli.

Svipmyndir frá leiknum þar sem Jón sést m.a. smella niður einum af fjórum þristum sem hann gerði í leiknum.

 
Fréttir
- Auglýsing -