21:19
{mosimage}
(Jón Orri með Þór gegn KR í DHL-Höllinni á síðustu leiktíð)
Ljóst er að Jón Orri Kristjánsson mun ekki leika með Þór Akureyri í 1. deildinni á næstu leiktíð en hann fór fram á það á dögunum að vera leystur undan samningi við Þór. Á heimasíðu Þórs segir að það sé af persónulegum ástæðum þar sem að kona hans hefur ekki fengið vinnu norðan heiða þrátt fyrir mikla leit, en henni býðst vinna í borginni sem hún getur ekki hafnað. Þetta kemur fram á www.thorsport.is
Körfuknattleiksdeild Þórs varð við þessari beiðni Jóns Orra svo ljóst er að hann leikur ekki meira með Þór að sinni. Jón Orri Kristjánsson kom til Þórs frá ÍR fyrir leiktímabilið 2005-2006 og á að baki 4 leiktímabil með Þór. Hann hefur tekið miklum framförum allt frá því að hann kom til félagsins og í desember sl. var hann m.a. útnefndur körfuboltamaður Þórs 2008.
www.thorsport.is
Mynd: Karfan.is