20:48
{mosimage}
(Tímabilinu er lokið hjá Jóni og Bentton á Ítalíu)
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur þegar lið hans Bentton Treviso datt úr leik í undanúrslitum ítöslku úrvalsdeildarinnar. Montepaschi Siena eru komnir í úrslitaeinvígið eftir öruggan 3-0 sigur á Benetton í undanúrslitaeinvíginu. Leik liðanna var að ljúka þar sem Siena lagði Benetton örugglega 101-76.
Þar með er tímabilinu hjá Jóni og Benetton lokið en kappinn kvaddi með 18 stiga leik í kvöld og var hann þar með stigahæstur í tapliði Benetton. Jón gaf einnig 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst á þeim 29 mínútum sem hann lék í leiknum.
Það verða svo Siena og annað hvort Armani Jeans Milano eða Angelico Biella sem leika munu til úrslita um ítalska titilinn.