Vonbrigði hjá Jóni Halldóri á loka sekúndum leiksins í kvöld
Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur var að vonum brotinn maður í leikslok og leyndu vonbrigðin sér ekki. „Þetta var bara ekki nógu gott. Ég verð að taka á mig þá ábyrgð sem þjálfari tekur eftir svona tap því ég næ ekki að stýra þessu liði lengra en þetta. Mín ákvörðun var að taka TaKesha inn núna í úrslitakeppninni og líklega voru það mistök eftir á að hyggja en fyrirfram myndi engin þjálfari neita því að fá inn leikmann sem skilaði fyrir sama lið fyrir um ári rúmum 25 stigum og 12 fráköstum á leik í úrslitakeppninni.“
„En ég axla fullri ábyrgð á þessu, með þennan mannskap tel ég að eigi hægt að vera að komast lengra en í ljós hefur komið.“ Sagði Jón Halldór. Aðspurður um framhaldið hafði Jón lítið að segja. „Minn samningur rann út þá sekúndu sem flautan gall áðan. Varðandi næsta ár get ég bara ekki rætt núna ég verð að fá að átta mig aðeins á þessu fyrst. „
En hvað finnst Jóni um framhaldið og þau lið sem eftir eru. „ Ég óska KR liðinu til hamingju með þetta og góðs gengis í framhaldinu. En lengra fara þær ekki því miður. KR liðið var miklu betri en við í þessari rimmu og ég ætla ekki að rífast neitt um það en ég tel að KR muni mæta Haukum í næstu umferð og þar er á ferð betur þjálfað lið heldur en KR“