spot_img
HomeFréttirJón Guðmundsson: Eins og ég væri slegin með hamri

Jón Guðmundsson: Eins og ég væri slegin með hamri

21:49

{mosimage}
(Jón Guðmundsson að fá ráðleggingar hjá sjúkraþjálfara KR, Kolbrúnu Völu Jónsdóttur)

Jón Guðmundsson, annar dómari í leik Hauka og KR, varð fyrir því ólani að meiðast á hásin þegar hann var að dæma í kvöld og þurfti að gera hlé á leiknum á meðan nýr dómari var fengin.

,,Þetta gerðist eiginlega í upphafi. Það var eins og ég hafi verið slegin með hamri rétt fyrir neðan kálfa.” sagði Jón við Karfan.is. ,,Þetta var stöðugur verkur og eftir að hafa rætt við Kolbrúnu Jónsdóttur, sjúkraþjálfara KR, þá var ákveðið að ég skyldi hætta að dæma í leiknum. Hún sagði að þetta væri klassískt dæmi um að hásin væri að slitna.” sagði Jón eftir leikinn.

Jón hætti að dæma þegar um 6:30 var eftir af seinni hálfleik og Jóhann Guðmundsson leysti Jón af.

Jón verður frá í einhverjar vikur en þar sem að hásin slitnaði ekki þá fór betur en á horfði.

Jón er enn einn dómarinn sem er frá vegna meiðsla en nú þegar eru nokkrir dómarar frá vegna meiðsla.

mynd: Stebbi@karfan.is

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -