07:00
{mosimage}
(Jón Guðlaugsson)
Jón Guðlaugsson er nýr formaður Körfuknattleiksdeildar UMFN en það kom til á aðalfundir KKD UMFN þann 8. apríl síðastliðinn. Sigurður Hilmar Ólafsson fráfarandi formaður hefur ákveðið að einbeita sér að starfi sínu í kvennaráði en eins og flestum er kunnugt um þá leika Njarðvíkurstúlkur í Iceland Express deild kvenna á næsta tímabili. Þórunn Þorbergsdóttir gekk einnig úr stjórn en Þórunn hefur verið í starfi hjá félaginu meira og minna í rúm tuttugu ár og fékk hún blómvönd fyrir þakkir fyrir störf sín í gegnum árin.
Ný stjórn var skipuð á fundinum og Jón Guðlaugsson tekur við formennsku af Sigurði en hann kemur nýr inn í stjórn félagsins. Aðrir stjórnarmenn eru Einar Oddgeirsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Tóbías Brynleifsson og Erlingur Hannesson sem kemur inn í stjórn aftur eftir hlé. Varamenn í stjórn eru þeir Ásgeir Snær Guðbjartsson, Jón Júlíus Árnason og Sigurður Hilmar Ólafsson.
Frétt af www.umfn.is og mynd af www.vf.is



