Leikmaður Davidson háskólans, Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, er talinn einn vanmetnasti leikmaður Atlantic 10 deildar bandaríska háskólaboltans af A10talk veftímaritinu. Í grein þar er farið yfir þá leikmenn sem haldið er, eða taldir eru líklegir til þess að springa út í vetur sem stjörnur.
Um Jón er sagt:
"Flestir lærðu nafnið hans í fyrra, en á þessu ári mun Jón Axel Guðmundsson mögulega verða einn besti skotbakvörður deildarinnar. Guðmundsson skaut 32.7% frá þriggja stiga línunni í fyrra sem nýliði, þar á meðal var hann 6/10 í þriggja stiga skotum í Atlantic 10 mótinu. Einnig var hann einn sá stoðsendingahæsti, ekki bara í deildinni, heldur á landvísu, en sendingar hans bötnuðu eftir því sem leið á tímabilið. Það skal sagt að þetta allt gerðist með Jack Gibbs á gólfinu, en hann tók meirihluta allra skota, sem og gaf hann flestar sendingarnar. Það er mikið pláss nú fyrir Guðmundsson að vaxa"
Aðrir nefndir á þessum lista:
Jordan Robinson – Duquesne
Prokop Slanina – Fordham
AJ Wilson – George Mason
Jair Bolden – George Washington
Amar Stukes – La Salle
Luwane Pipkins – Massachusetts
Andre Berry – Rhode Island
Khwan Fore – Richmond
Markell Lodge – Saint Joseph´s
Elliott Welmer – Saint Louis
Idris Taqqee – St. Bonaventure
Khris Lane – VCU
Hérna er hægt að lesa greinina