spot_img
HomeFréttirJón Axel talinn einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar

Jón Axel talinn einn vanmetnasti leikmaður deildarinnar

 

Leikmaður Davidson háskólans, Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson, er talinn einn vanmetnasti leikmaður Atlantic 10 deildar bandaríska háskólaboltans af A10talk veftímaritinu. Í grein þar er farið yfir þá leikmenn sem haldið er, eða taldir eru líklegir til þess að springa út í vetur sem stjörnur.

 

Um Jón er sagt:

"Flestir lærðu nafnið hans í fyrra, en á þessu ári mun Jón Axel Guðmundsson mögulega verða einn besti skotbakvörður deildarinnar. Guðmundsson skaut 32.7% frá þriggja stiga línunni í fyrra sem nýliði, þar á meðal var hann 6/10 í þriggja stiga skotum í Atlantic 10 mótinu. Einnig var hann einn sá stoðsendingahæsti, ekki bara í deildinni, heldur á landvísu, en sendingar hans bötnuðu eftir því sem leið á tímabilið. Það skal sagt að þetta allt gerðist með Jack Gibbs á gólfinu, en hann tók meirihluta allra skota, sem og gaf hann flestar sendingarnar. Það er mikið pláss nú fyrir Guðmundsson að vaxa"

 

Aðrir nefndir á þessum lista:

Jordan Robinson – Duquesne

Prokop Slanina – Fordham

AJ Wilson – George Mason

Jair Bolden – George Washington

Amar Stukes – La Salle

Luwane Pipkins – Massachusetts

Andre Berry – Rhode Island

Khwan Fore – Richmond

Markell Lodge – Saint Joseph´s

Elliott Welmer – Saint Louis

Idris Taqqee – St. Bonaventure

Khris Lane – VCU

 

Hérna er hægt að lesa greinina

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -