spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel nálægt þrefaldri tvennu er Fraport Skyliners lögðu Giessen 46ers

Jón Axel nálægt þrefaldri tvennu er Fraport Skyliners lögðu Giessen 46ers

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Fraport Skyliners lögðu Giessen 46ers í dag í þýsku bikarkeppninni, 86-70. Leikurinn sá annar sem liðið leikur í þessari keppni í vetur, en áður höfðu þeir tapað fyrir Göttingen.

Líkt og í fyrsta leik vetrarins var Jón Axel einn atkvæðamesti leikmaður vallarins í leiknum. Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði hann 7 stigum, 8 fráköstum, 8 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Það er stutt á milli leikja hjá liðinu í keppninni, en á morgun leika þeir gegn SC Rasta Vechta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -