Tímabil Jóns Axels Guðmundssonar og félaga hans í Fraport Skyliners fór af stað í dag með tapi fyrir Göttingen í bikarkeppni í Þýskalandi, 79-64.

Jón Axel var atkvæðamestur í liði Skyliners með 20 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á rúmum 25 mínútum spiluðum í leiknum.

Fer keppnin þannig fram að Skyliners eru í riðli með Göttingen, sem og Vechta og Giessen, en þeim mætir liðið ekki fyrr en næstu helgi.

Tölfræði leiks