spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaJón Axel mættur til Ítalíu

Jón Axel mættur til Ítalíu

Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson er mættur til Ítalíu eftir að hafa leikið með Phoenix Suns í sumardeild NBA deildarinnar. Þar mun Jón Axel leika með Fortitudo Lavoropiù Bologna í efstu deild eftir að hafa skilað flottu 2020-21 tímabili með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands.

Nýja lið Jóns á Ítalíu býður hann velkominn á samfélagmiðlinum Twitter, þar sem sést að hann er kominn í treyju merkta félaginu.

Fyrsti leikur Bologna í deildinni er þann 26. september gegn UNAHOTELS Reggio Emilia. Í dag mun tímabil þeirra þó hefjast með æfingaleik gegn sama félagi. Samkvæmt félaginu mun Jón Axel þó ekki vera í leikmannahóp liðsins í dag, þar sem hann hafi aðeins komið til móts við liðið í gær.

Mynd / Twitter Spazio Fortitudo

Fréttir
- Auglýsing -