spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Rudy var okkur erfiður

Jón Arnór: Rudy var okkur erfiður

 Jón Arnór Stefánsson og félagar voru svo sem ekkert langt frá því að hirða nokkuð óvæntan sigur á Real Madrid í dag í samnefndri borg.  Zaragoza var með jafnan leik í höndunum eftir rúmar 30 mínútur. En þá gáfu meistararnir í og náðu góðu áhlaupi sem Zaragoza náðu ekki að brúa. “ Þeir tóku á okkur áhlaup sem við réðum illa við, náðum ekki að svara með körfu og fórum að tapa boltum klaufalega í sókninni. Rudy var okkur erfiður og má segja að hann hafi lokað þessu fyrir þá undir lok leiks.” sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali í rútunni frá Madrid. 
Sem fyrr segir þá skoraði Jón Arnór 11 stig í leiknum en þetta Madridar lið er einkar erfitt viðureignar og hefur t.a.m. aðeins tapað einum leik í allan vetur í öllum keppnum.  ”Við vorum samt mjög góðir í 30+ mínútur í þessum leik. En það þarf allt að ganga upp til að sigra í Madrid.  Nú eru fjórir gríðarlega mikilvægir leikir eftir og leikurinn í dag, þrátt fyrir tap er ágætis veganesti í þá.” sagði Jón Arnór að lokum. 
Fréttir
- Auglýsing -