spot_img
HomeFréttirJón Arnór og félagar í úrslit

Jón Arnór og félagar í úrslit

21:12

{mosimage}

Roma vann í kvöld sjö stiga sigur á Air Avellino 77-70 og unnu þeir þar með einvígið 3-0. Leika þar með til úrslita gegn meisturunum í Siena en þeir tóku einnig einvígi sitt 3-0. Jón Arnór skoraði þrjú stig í leiknum.

Jón Arnór kom inn af bekknum og lék í 15 mínútur í leiknum. Á þeim tíma tók hann fimm skot og setti aðeins eitt þriggja-stiga skot af þeim fjórum sem hann tók.

Roma mætir Siena í úrslitum og verður fyrsti leikurinn á Siena.

[email protected]

Mynd: virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -