spot_img
HomeFréttirJón Arnór: Getum gert góða hluti í úrslitakeppninni

Jón Arnór: Getum gert góða hluti í úrslitakeppninni

14:15
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson)

Á morgun leikur Jón Arnór Stefánsson sinn fyrsta leik með Benetton Treviso í ítölsku deildinni þegar Benetton fær Bancatercas Teramo í heimsókn. Bancatercas Teramo eru í 3. sæti ítölsku deildarinnar og höfðu betur gegn Benetton í fyrri umferðinni 85-83. Benetton eru í 6. sæti deildarinnar og hafa bætt við sig Jóni Arnóri sem og grískum bakverði. Benetton vann öruggan sigur á Snaidero Udine 70-84 í síðasta leik sínum. Jón Arnór kvaðst brattur í samtali við Karfan.is og sagði aðstæður hjá Benetton eins og þær gerast bestar.

,,Við erum búnir að vera að æfa vel síðan ég kom en það voru smá viðbrigði að koma út í þennan hraða aftur, þá sérstaklega á æfingum. Ég er kominn í stand núna og finn að þolið er að komast á þann stað sem það á að vera,“ sagði Jón Arnór og sagði hann Bancatercas Teramo spila mjög afslappaðan bolta.

,,Þetta er frjálst og án allrar pressu hjá þeim, það er alltaf hættulegt að spila á móti svoleiðis liði. Þetta verður hörkuleikur og spennandi að sjá hvað gerist. Ég hef fulla trú á því að við séum með mun betra lið núna þegar við erum komnir með fullmannað lið,“ sagði Jón Arnór en Benetton bætti við sig grískum bakverði fyrir skemmstu.

,,Hann byrjar að æfa í dag en er mjög góður leikmaður og styrkir okkur í bakvarðastöðunni þannig að liðið er vel mannað og allt í einu komin mikil breidd í hópinn svo við getum gert góða hluti í úrslitakeppninni,“ sagði Jón nú þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni.

Langefst í deildinni er Montepaschi SI með 54 stig en liðin í 2. – 6. sæti eru með 36 til 32 stig. Sigrar í síðustu tveimur umferðum gætu hjálpað Benetton ofar í töfluna fyrir úrslitakeppni.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -